Íslandsvinur Sir Jim Ratcliffe, sem er mikill Íslandsvinur, stýrir ferðinni hjá Manchester United eftir að hafa keypt hluta í félaginu á aðfangadag.
Íslandsvinur Sir Jim Ratcliffe, sem er mikill Íslandsvinur, stýrir ferðinni hjá Manchester United eftir að hafa keypt hluta í félaginu á aðfangadag. — AFP/Valery Hache
Íslandsvinurinn mikli sir Jim Ratcliffe hefur tekið við stjórnartaumunum hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Tilkynnt var um kaup á 25 prósenta hlut hans í enska stórveldinu á aðfangadag

Íslandsvinurinn mikli sir Jim Ratcliffe hefur tekið við stjórnartaumunum hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United.

Tilkynnt var um kaup á 25 prósenta hlut hans í enska stórveldinu á aðfangadag. Mun Ratcliffe hafa yfirumsjón með knattspyrnumálum félagsins.

United er ekki fyrsta knattspyrnufélagið sem Ratcliffe eignast hlut í, en hann hefur undanfarin ár verið einn af eigendum Nice í Frakklandi.

Þrátt fyrir kaupin hjá Ratcliffe, sem er einn efnaðasti maður Bretlands, er ekki búist við að United kaupi leikmenn í janúarglugganum. Þá er ekki búist við öðru en að Erik ten Hag haldi starfi sínu sem knattspyrnustjóri. Sky greinir þó frá að Ratcliffe ætlist til þess að árangurinn innan vallar batni fyrr frekar en síðar.

Þá segir Sky að Ratcliffe hafi þegar sett 240 milljónir punda í félagið til að hjálpa til við rekstur þess.