Á Boðnarmiði yrkir Eyjólfur Ó. Eyjólfsson um vetrarsólstöður: Sólin í sortanum hékk uns sótrauð í framan hún gekk inn um húmþursins dyr sem hræddur þá spyr hvað hún sé að vilja' upp á dekk. Vetur, segir Broddi B

Á Boðnarmiði yrkir Eyjólfur Ó. Eyjólfsson um vetrarsólstöður:

Sólin í sortanum hékk

uns sótrauð í framan hún gekk

inn um húmþursins dyr

sem hræddur þá spyr

hvað hún sé að vilja' upp á dekk.

Vetur, segir Broddi B. Bjarnason:

Ég fer hvorki spor né spönn,

á spretti eða lalli.

því nú er úti frost og fönn.

15 stig hjá kalli.

Anton Helgi Jónsson skrifar:
Ég heyri sumt fólk kvarta yfir
því að ekki birtist nógu margir bókadómar í fjölmiðlum. Má þá ekki bara endurbirta gamla
dóma? spyr ég. Suma má lesa aftur á bak og áfram svo þeir eiga alltaf við:

Ritið fræðir. Ekki er

illa varið tíma.

Vitið græðir. Hvergi hér

hylur svarið gríma.

Ekki er það gott. Davíð Hjálmar Haraldsson segir frá:

Það var aldeilis einstakur skratti

hve óheppinn knapi var Matti.

Hann var við hest-

aheilsu en lést

úr hófsperru, sarkæxli og spatti.

Sigtryggur Jónsson skrifar: Það var allt enn í fullum gangi á Reykjanesi og falleg snjódrífa þegar þetta vísukorn hóf innreið sína í heila minn. Þegar það var loks tilbúið var búið að slökkva undir nornapottunum á Reykjanesi og snjódrífan ekki lengur að fegra landið:

Falla snjókorn, fannhvít jörð,

funi úr nornapotti.

Ærsl eru' um vorn erfðasvörð,

ögrar hinn forni hrotti.

Á föstudag orti Gunnar J. Straumland um viðvörun frá landlækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra!:

Kæsta skatan óæt er,

aldrei seður hungur.

Æsta maga súrinn sér,

sjaldan gleður tungur.

Og bætti við: En vitandi það að sumir gætu brugðist ókvæða við þessum skilaboðum ákváðu viðbragðs- og eftirlitsaðilar, með semingi þó, að bjóða fólki þann möguleika að lesa vísuna afturábak – á eigin ábyrgð:

Tungur gleður, sjaldan sér

súrinn maga æsta.

Hungur seður, aldrei er

óæt skatan kæsta.

Heilræðavísa eftir Höskuld Búa Jónsson:¶ Ef heimur skvettir skít á þig¶ skaltu áburð góma,¶ þá mun aukast þroskastig¶ og þitt líf fyllast blóma.¶ Símon Dalaskáld kveður um stúlkur:¶ Eldheit ljómar ásta sól¶ innra svo mér hlýnar,¶ þegar Staðar- heima á –hól¶ hitti stúlkur mínar.¶ Jón S. Bermann kvað um himnaríki:¶ Heldur yrði hæpin sál¶ himnaríkis friður¶ heyrðist aldrei íslenskt mál¶ eða fossa-niður.¶ Jón kveður við manngarm:¶ Illa berðu fötin fín¶ flestum hættulegur;¶ það er milli manns og þín¶ meira en húsa-vegur.¶ Ný barnagæla eftir Pál Jónasson frá Hlíð:¶ Heitir Snati hestur minn,¶ hann er rati mesti,¶ ensku pratar auminginn¶ oft við matargesti.¶ Öfugmælavísan:¶ Fundist hefur oft fífan græn,¶ við frost trúi eg kopar renni,¶ heilaga held ég Buslubæn,¶ því blessun er nóg í henni.¶ Halldór Blöndal