Norður ♠ KD3 ♥ Á96 ♦ K92 ♣ KD73 Vestur ♠ 109842 ♥ 108 ♦ 76 ♣ G986 Austur ♠ Á6 ♥ G5432 ♦ G853 ♣ 102 Suður ♠ G75 ♥ KD7 ♦ ÁD104 ♣ Á54 Suður spilar 6G

Norður

♠ KD3

♥ Á96

♦ K92

♣ KD73

Vestur

♠ 109842

♥ 108

♦ 76

♣ G986

Austur

♠ Á6

♥ G5432

♦ G853

♣ 102

Suður

♠ G75

♥ KD7

♦ ÁD104

♣ Á54

Suður spilar 6G.

„Það er þroskamerki hjá krökkum þegar þau hafa lært að telja upp í tíu.“ Fuglarnir voru ekki alveg með það á hreinu hvert Gölturinn var að fara með þessari athugasemd. Var hann að missa tökin á tilverunni eða farinn að lesa þroskasálfræði á gamals aldri? Nei – þetta var bara formáli að gamalkunnri kaldhæðni: „Fáir spilarar ná þeim þroska að geta talið upp í þrettán.“

Spaðatían kemur út gegn 6G og austur tekur strax á ásinn og spilar aftur spaða. Sagnhafi gerði strax betur en börnin og taldi upp í ellefu örugga slagi. En hafði víst ekki vit á því að telja upp hendur andstæðinganna og gaf á endanum slag á tígulgosa. „Ef sagnhafi geymir tígulinn þar til síðast sannast að austur á tvo-tvo í svörtu litunum og fimmlit í hjarta. Og hvert barn getur reiknað út að þá á hann fjóra tígla.“