Túrismi Er komið nóg af hótelum?
Túrismi Er komið nóg af hótelum? — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er eins og menn taki ekki eftir því, en það er verið að taka frá okkur landið fyrir opnum tjöldum og fáir sjá neitt athugavert. Það byrjaði sem saklaus ferðamennska þar sem Íslands-náttúru-vinir komu til að þramma vegi og fjöll og þóttu bæði skrýtnir og skemmtilegir

Það er eins og menn taki ekki eftir því, en það er verið að taka frá okkur landið fyrir opnum tjöldum og fáir sjá neitt athugavert. Það byrjaði sem saklaus ferðamennska þar sem Íslands-náttúru-vinir komu til að þramma vegi og fjöll og þóttu bæði skrýtnir og skemmtilegir.

Síðan eru liðin mörg ár og maður og annar hafa einhent sér í að fá eins margar milljónir túrista til landsins og mögulega geta tollað utan á skerinu.

Ef eitthvert lát er á vegna lífshættuatburða er rokið til og bætt í auglýsingasjóð ríkisins og dælt út nógu flatterandi myndum og lýsingum til að lokka sem flesta hingað þó að erfitt gæti reynst að standa við allt sem þar stendur.

Vegirnir eru undirlagðir svo innbyggjarar sæta lagi á dauðum tímum sólarhringsins. Hótel eru byggð í stað íbúða og vinnufólk flutt inn sem tekur líka húsnæði frá innlendum.

Stórfyrirtæki sækja stíft inn í óbyggðir og flugrekendur tilkynna stoltir að þeir ætli að dobla reksturinn eins og þeir séu í spilavíti og stjórnin spilar með.

Sunnlendingur