Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafa sektað svissneska lúxusúraframleiðandann Rolex um 91,6 milljónir evra fyrir að meina samstarfsaðilum sínum að selja Rolex-úr á netinu. Hafnaði stofnunin rökum Rolex um að með því að leyfa aðeins sölu í verslunum…

Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafa sektað svissneska lúxusúraframleiðandann Rolex um 91,6 milljónir evra fyrir að meina samstarfsaðilum sínum að selja Rolex-úr á netinu. Hafnaði stofnunin rökum Rolex um að með því að leyfa aðeins sölu í verslunum væri fyrirtækið að verja ímynd sína í hugum neytenda og sporna gegn sölu á fölsuðum úrum. Telja samkeppnisyfirvöld að það valdi bæði neytendum og úraverslunum tjóni að leyfa ekki sölu Rolex-úra á netinu, og þá hafi aðrir framleiðendur fundið leiðir til að staðfesta uppruna úra sem seld eru yfir netið. ai@mbl.is