— AFP/Jalaa Marey
Þorpið Marwahin í Suður-Líbanon stendur við landamærin að nágrannaríkinu Ísrael. Þorpið varð fyrir sprengjuárás frá Ísraelsmönnum sem réðust einnig á líbanska þorpið Meiss El-Jabbal í gær. Ísraelski herinn segir að níu hermenn hafi særst í loftárás…

Þorpið Marwahin í Suður-Líbanon stendur við landamærin að nágrannaríkinu Ísrael. Þorpið varð fyrir sprengjuárás frá Ísraelsmönnum sem réðust einnig á líbanska þorpið Meiss El-Jabbal í gær. Ísraelski herinn segir að níu hermenn hafi særst í loftárás líbönsku Hisbollah-samtakanna á ísraelska skriðdreka.

Árásir Ísraelsmanna gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas hafa einnig teygt sig til Sýrlands. Íranski hershöfðinginn Razi Moussavi var felldur í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í loftárás Ísraelsmanna á jóladag.

Einn lést í árás Bandaríkjahers, helsta bakhjarls Ísraels, í Írak. Bandaríkjamenn segja að hópurinn sem ráðist var á beri ábyrgð á fjölmörgum árásum á Bandaríkjaher og bandamenn þeirra síðan stríðið hófst 7. október.