• Þótt fögur fyrirheit séu gefin um að halda skuli aftur af gjaldskrárhækkunum í aðdraganda kjaraviðræðna endurspegla samþykktir sveitarfélaga þau ekki. Sorphirðugjöld hækka víða mikið. Reykvíkingar þurfa að sætta sig við hærri aðgangseyri í sund, á listasöfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
  • Þótt fögur fyrirheit séu gefin um að halda skuli aftur af gjaldskrárhækkunum í aðdraganda kjaraviðræðna endurspegla samþykktir sveitarfélaga þau ekki. Sorphirðugjöld hækka víða mikið. Reykvíkingar þurfa að sætta sig við hærri aðgangseyri í sund, á listasöfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Strætó og pósturinn hækka gjöldin milli ára. Krónutöluskattar hækka um 3,5%. Sú hækkun tekur til útvarpsgjalds, áfengis og tóbaks auk bensíns. Grunngjald bifreiðagjalds hækkar langt umfram þetta eða um rúm 30%. Nýtt kílómetragjald getur kostað eigendur rafmagnsbíla um 90 þúsund krónur á ári miðað við meðalakstur. » 4