Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í ViðskiptaMogganum í gær að það væri áhyggjuefni að sumir hefðu „gleymt því að það eru grunnatvinnuvegir sem halda íslensku samfélagi á floti með því að framleiða dýrmæta vöru sem við seljum fyrir mikilvægan gjaldeyri. Því miður virðist ráðherra í þessum hópi og fyrst og fremst líta á helstu fyrirtæki landsins sem botnlausa skattstofna til að auka enn við umsvif ríkisins.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í ViðskiptaMogganum í gær að það væri áhyggjuefni að sumir hefðu „gleymt því að það eru grunnatvinnuvegir sem halda íslensku samfélagi á floti með því að framleiða dýrmæta vöru sem við seljum fyrir mikilvægan gjaldeyri. Því miður virðist ráðherra í þessum hópi og fyrst og fremst líta á helstu fyrirtæki landsins sem botnlausa skattstofna til að auka enn við umsvif ríkisins.“

Hún nefnir einnig að skattspor sjávarútvegsins hafi í fyrra verið 85 milljarðar, og bætir svo við: „En það virðist ekki vera nóg. Sjávarútvegurinn fékk í jólagjöf frá ráðherra drög að enn meiri skattahækkunum í formi frumvarps um heildarlög í sjávarútvegi. Það gerðist eftir einhvers konar samkvæmisleik – Auðlindina okkar. Það sem átti að vera samráð til sátta varð að skýrslu sem skilaði engum samanburði við samkeppnisþjóðir okkar og gaf okkur því enga vísbendingu um hvar við stöndum miðað við aðra.

Ekki bara skorti á samráðið, heldur voru tillögur ráðherra í stórum dráttum úr takti við umfjöllun skýrslunnar og jafnvel stefnt að því sem klárlega hafði verið hafnað. Það kemur varla á óvart að allir sem tengjast þessari grein, stéttarfélög og samtök stærri og smærri fyrirtækja, hafa gagnrýnt harðlega bæði framkvæmd ráðherra og tillögur.“

Vinna ráðherra steytti á skeri af því að samráðið var sýndarmennska og niðurstaðan fyrirframgefin. Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar á betra skilið.