Eggjandi Hin ævaforna þversögn verður rannsökuð í Hafnarborg.
Eggjandi Hin ævaforna þversögn verður rannsökuð í Hafnarborg.
Sól Hansdóttir fatahönnuður mun í dag kl. 15 flytja gjörning í tengslum við listaverk sitt Eggið: Röð rannsókna um eðli tilverunnar á haustsýningu Hafnarborgar, Landslag fyrir útvalda, sem nú stendur yfir

Sól Hansdóttir fatahönnuður mun í dag kl. 15 flytja gjörning í tengslum við listaverk sitt Eggið: Röð rannsókna um eðli tilverunnar á haustsýningu Hafnarborgar, Landslag fyrir útvalda, sem nú stendur yfir.

Í tilkynningu segir að í gjörningnum verði tekist á við spurninguna um hænuna og eggið og hugmyndina um orsök, uppruna og eilífa endurtekningu, líkt og kemur fram í þessari ævafornu þversögn. „Þá verða mörk raunveruleikans könnuð með því að setja á svið þrjá hliðstæða en ólíka raunveruleika. Þannig er sett spurningarmerki við hinn ríkjandi veruleika sem þarf að keppast við truflanir frá hinum hliðstæðu raunveruleikum um athygli áhorfenda.“

Sól Hansdóttir (f. 1994) útskrifaðist með MA-gráðu í fatahönnun frá Central Saint Martins í London árið 2021. Hún endurnýtir gjarnan efni sem hún finnur í kringum sig og gefur því nýtt líf í flíkum sem eru hannaðar með einfeldni og innsæi að leiðarljósi, segir ennfremur í tilkynningu.