Áramót Eldheit rómantík í áramótaveislu.
Áramót Eldheit rómantík í áramótaveislu.
Listar yfir jólamyndir ófáir birst undanfarnar vikur og mánuði. Þar er talsvert um endurtekningar eins og kannski er óhjákvæmilegt, en sumar komast varla að, merkilegt nokk, og mætti þar nefna eina íslenska sem er tilvalin: Desember eftir Hilmar Oddsson

Karl Blöndal

Listar yfir jólamyndir ófáir birst undanfarnar vikur og mánuði. Þar er talsvert um endurtekningar eins og kannski er óhjákvæmilegt, en sumar komast varla að, merkilegt nokk, og mætti þar nefna eina íslenska sem er tilvalin: Desember eftir Hilmar Oddsson.

En hvers vegna eru engir listar yfir áramótamyndir?

Þar koma nokkrar til greina. Lykilatriði í myndinni When Harry Met Sally gerist í áramótaboði. Áramót koma líka við sögu í myndinni Sleepless in Seattle og það gerir leikkonan Meg Ryan einnig.

Í Sleepless in Seattle er nokkuð vísað til myndarinnar An Affair to Remember. Þar deila Cary Grant og Deborah Kerr einmitt kossi á gamlárskvöld.

Þá hefst myndin Dagbók Bridget Jones á nýársdag og lýkur á nýársdegi.

Í Guðföðurnum II er atriði þar sem áramótum er fagnað á Kúbu, þótt áramót séu í sjálfu sér ekki lykilatriði í þeirri ágætu mynd.

Annars er ástæðan fyrir því að meira fer fyrir jólamyndalistum en áramótamyndalistum að fyrir áramót er fólk uppteknara af freyðidrykkjum og flugeldum en hverju eigi að bregða upp á skjáinn.