— Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag og voru björgunarsveitarmenn í óðaönn að undirbúa söluna á Malarhöfða í Reykjavík í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Að sögn Borghildar Fjólu Kristjánsdóttur, starfandi…

Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag og voru björgunarsveitarmenn í óðaönn að undirbúa söluna á Malarhöfða í Reykjavík í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Að sögn Borghildar Fjólu Kristjánsdóttur, starfandi fomanns Landsbjargar, hefur flugeldasalan haldist stöðug síðustu ár og er verðið óbreytt frá því í fyrra.