Þessi djúpi græni blaðlitur
Þessi djúpi græni blaðlitur
Sýning Ásthildar Jónsdóttur, Þessi djúpi græni blaðlitur: Minningar í lit, verður opnuð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur fimmtudaginn 28. desember kl. 16-18. „Ásthildur Jónsdóttir hefur síðasta áratug helgað listsköpun sína málefnum sjálfbærni á öllum sviðum

Sýning Ásthildar Jónsdóttur, Þessi djúpi græni blaðlitur: Minningar í lit, verður opnuð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur fimmtudaginn 28. desember kl. 16-18. Ásthildur Jónsdóttir hefur síðasta áratug helgað listsköpun sína málefnum sjálfbærni á öllum sviðum. Með verkum sínum er henni m.a. umhugað um náttúruna, umhverfið, minningar, gildismat og sjálfsmynd. Verk hennar byggjast oft á þátttöku annarra þar sem hún kannar hvað er einstakt og hvað er sameiginlegt,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til 2. febrúar.