— Morgunblaðið/Eyþór
Það verður kalt og meinlítið veður á landinu næstu daga, að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Það kólnar aðeins frá því sem er núna en spárnar eru flöktandi í kalda loftinu með staðsetninguna á úrkomunni og hversu mikið kuldinn nær sér á strik

Það verður kalt og meinlítið veður á landinu næstu daga, að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Það kólnar aðeins frá því
sem er núna en spárnar eru flöktandi í kalda loftinu með staðsetninguna á úrkomunni og hversu mikið kuldinn nær sér á strik. Það eru snjókomubakkar hingað og þangað og áður en árið er úti verða allir landshlutar búnir að fá meiri snjó,“ segir Teitur í samtali við Morgunblaðið.

Teitur segir að engin óveður séu í kortunum en snjókoman geti haft áhrif á færð ef snjókomubakkarnir verða sæmilega efnismiklir eins og þeir voru á öðrum degi jóla á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Hann segir að það berist kaldari loftmassi yfir landið þegar nær dregur helginni og að kuldinn verði viðvarandi en það dragi úr honum þegar úrkomubakkarnir berist inn á landið. gummih@mbl.is