Heitavatnsnotkun var afar mikil á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag samkvæmt tölum frá HS Veitum. Notkunin náði hámarki milli klukkan 16 og 17 og var þá 18.500 rúmmetrar á klukkustund. Þessar tölur samsvara afli upp á 1.080 megavött en til samanburðar …

Heitavatnsnotkun var afar mikil á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag samkvæmt tölum frá HS Veitum. Notkunin náði hámarki milli klukkan 16 og 17 og var þá 18.500 rúmmetrar á klukkustund. Þessar tölur samsvara afli upp á 1.080 megavött en til samanburðar má nefna að uppsett afl Kárahnúkavirkjunar er 690 megavött.

Ef farið er fimm ár aftur í tímann má sjá að á sama tíma á aðfangadag var rennslið 13.500 rúmmetrar á klukkustund.