Mjólk Verð á mjólk til bænda og heildsöluverð hækkar í janúar.
Mjólk Verð á mjólk til bænda og heildsöluverð hækkar í janúar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðmundur Sv. Hermannsson Sigurður Bogi Sævarsson Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Guðmundur Sv. Hermannsson

Sigurður Bogi Sævarsson

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Þann 1. janúar 2024 hækkar lágmarksverð á mjólk til bænda um 2,25%, úr 129,76 krónum lítrinn í 132,68 krónur. Þá mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækka um 1,6% þann 8. janúar.

Segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda sé tilkomin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggðist á verðlagi í september og tók gildi í október sl.

Frá síðustu verðákvörðun hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,25%. Heildsöluverð á mjólkurvörum hækki um sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Mjólkurverð hækkaði síðast 1. október sl. um 2,82% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkaði almennt um 2,3% þann 9. nóvember.

Hækkun út um gluggann

„Þessi hækkun svo langt sem hún nær er skref í áttina til þess að bæta afkomu kúabænda. Molar eru líka brauð, eins og einhversstaðar segir,“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður Bændaamtaka Íslands. Ársframleiðsla á kúabúi af meðalstærð eru í dag um 300 þúsund lítrar og hækkun á afurðaverði um 2,92 kr. gerir þá 900 þúsund krónur á ári.

„Áburðarverð er að lækka og slíkt kemur sér vel fyrir landbúnaðinn. En síðan voru þær fréttir að berast að RARIK, sem sér sveitunum fyrir rafmagni, ætli að hækka flutningsgjöld sín um 9%. Slíkt þýðir þá að í boði fyrirtækisis í opinberri eigu eru þær auknu tekjur sem bændur fá fyrir mjólkina fara strax út um gluggann,“ segir formaður BÍ.