Wolfgang Schäuble
Wolfgang Schäuble
Wolfgang Schäuble, einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Þýskalands í áratugi, lést í fyrrinótt, 81 árs að aldri. Schäuble var ráðherra í stjórnum Helmuts Kohls og Angelu Merkel kanslara og gegndi lykilhlutverki í sameiningu Þýskalands árið 1990

Wolfgang Schäuble, einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Þýskalands í áratugi, lést í fyrrinótt, 81 árs að aldri. Schäuble var ráðherra í stjórnum Helmuts Kohls og Angelu Merkel kanslara og gegndi lykilhlutverki í sameiningu Þýskalands árið 1990.

Olaf Scholz kanslari Þýskalands sagði í gær á samfélagsmiðlinum X, að Schäuble hefði mótað Þýskaland í meira en hálfa öld. „Þýskaland hefur misst skarpan hugsuð, ástríðufullan stjórnmálamann og harðan baráttumann lýðræðisins.“

Schäuble var þekktur fyrir aðhaldssemi í ríkisfjármálum og mikill hugsjónamaður og þótti harður í horn að taka á því sviði. Hann var bundinn við hjólastól eftir að maður reyndi að ráða hann af dögum árið 1990.