Lee Sun-kyun
Lee Sun-kyun
Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem skaut upp á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Guardian greinir frá

Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem skaut upp á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Guardian greinir frá. Lee, sem var 48 ára, fannst látinn í bifreið sinni við almenningsgarð eftir að eiginkona hans tilkynnti lögreglu að hann hefði farið að heiman og skilið eftir sjálfsvígsbréf. Lee hafði verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintrar notkunar á marijúana og hugvíkkandi efnum og yfirheyrður nokkrum sinnum þess vegna. Leikarinn lét hafa eftir sér að hann hefði verið gabbaður til að neyta fíkniefna af barþjóni sem síðan reyndi að kúga af honum fé.

Í Suður-Kóreu eru ströng fíkniefnalög og refsingar fyrir brot á þeim geta varðað allt frá sex mánaða fangelsi að 14 árum, fyrir endurtekið brot. Lee lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.