— AFP/Emmanuel Dunand
Allt starfsfólk Eiffel-turnsins í París fór í verkfall í gær á 100 ára ártíð verkfræðingsins Gustaves Eiffels, sem smíðaði turninn. Eiffel-turninn er einn helsti ferðamannastaður heims og kennileiti Parísarborgar og yfirleitt opinn alla daga ársins, nema komi til verkfalla, sem gerist nokkuð oft

Allt starfsfólk Eiffel-turnsins í París fór í verkfall í gær á 100 ára ártíð verkfræðingsins Gustaves Eiffels, sem smíðaði turninn. Eiffel-turninn er einn helsti ferðamannastaður heims og kennileiti Parísarborgar og yfirleitt opinn alla daga ársins, nema komi til verkfalla, sem gerist nokkuð oft. Verkalýðsfélagið CGT sagði í yfirlýsingu að verkfallið væri vegna óánægju með stjórnun turnsins, sem byggðist á uppsprengdu mati á framtíðarfjölda gesta en vanmati á byggingar- og viðhaldskostnaði turnsins. Rekstraraðili Eiffel-turnsins, SETE, bað gesti afsökunar og benti viðskiptavinum með rafræna miða á að skoða tölvupóst sinn til að fá frekari upplýsingar um bókun. Eiffel-turninn dregur að sér tæplega sjö milljónir gesta árlega, þar af eru þrír af hverjum fjórum erlendir ferðamenn.