Norður ♠ K976 ♥ G2 ♦ ÁD873 ♣ K4 Vestur ♠ DG10543 ♥ Á1096 ♦ – ♣ 1064 Austur ♠ Á ♥ 4 ♦ 10954 ♣ DG98753 Suður ♠ 82 ♥ KD8753 ♦ KG62 ♣ Á Suður spilar 4♥

Norður

♠ K976

♥ G2

♦ ÁD873

♣ K4

Vestur

♠ DG10543

♥ Á1096

♦ –

♣ 1064

Austur

♠ Á

♥ 4

♦ 10954

♣ DG98753

Suður

♠ 82

♥ KD8753

♦ KG62

♣ Á

Suður spilar 4♥.

„Ég las hrollvekjandi bók um jólin.“ Fuglarnir litu upp úr rjúpuleifunum. Hafði Gölturinn lesið bók? Og var honum brugðið? Þetta voru fréttir.

Jólabók Galtarins heitir Under the Table og fjallar um meint svindl Bláu sveitarinnar ítölsku. „Það mætti gera úr þessu átta þátta sjónvarpsseríu á Netflix,“ segir Gölturinn: Eru mennirnir sekir eða saklausir? Höfundur segir sekir og hann er sannfærandi.“

Höfundur (Avon Wilsmore) hefur frásögnina á mótinu 1958 þar sem allir spilarar bandaríska liðsins sökuðu Ítali um svindl. Spilið að ofan þótti sérstakt. Vestur (Forquet) opnaði á 2♠, norður (Stone) passaði, austur (Siniscalco) sagði 3♣ og suður (Roth) 3♥, sem norður hækkaði í fjögur. Spaðadrottning út. Roth dúkkaði og Siniscalco átti slaginn á blankan ásinn. Og skipti yfir í TÍGUL!

„Hvað finnst ykkur um það?“