Gleði Snorri Steinn Guðjónsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari. Hann var glaður í bragði á æfingunni í Safamýri í gær.
Gleði Snorri Steinn Guðjónsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari. Hann var glaður í bragði á æfingunni í Safamýri í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði saman í fyrsta skipti fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í byrjun næsta árs í gær. Er því formlegur undirbúningur liðsins hafinn. Alls tóku 20 leikmenn þátt í æfingunni, en 18 þeirra verða fulltrúar…

Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði saman í fyrsta skipti fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í byrjun næsta árs í gær. Er því formlegur undirbúningur liðsins hafinn.

Alls tóku 20 leikmenn þátt í æfingunni, en 18 þeirra verða fulltrúar íslenska liðsins á EM og þurfa tveir leikmenn því að bíta í það súra epli að sitja eftir heima.

Evrópumótið hefst 10. janúar og tveimur dögum síðar mætast Ísland og Serbía í fyrsta leik C-riðils. Þar á eftir leikur Ísland við Svartfjallaland og Ungverjaland, en riðill Íslands verður leikinn í München. Tvö efstu liðin fara í milliriðil.

Liðið verður hér á landi til 5. janúar, en þá taka við tveir leikir við Austurríki, 6 janúar í Vínarborg og 8. janúar í Linz.

Snorri Steinn Guðjónsson var fastagestur á stórmótum sem leikmaður og er hann á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.