Menning Bjarni Haukur Þórsson tekur við stjórn Salarins í Kópavogi.
Menning Bjarni Haukur Þórsson tekur við stjórn Salarins í Kópavogi.
Bjarni Haukur Þórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins. „Salurinn í Kópavogi er ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og ég sé mörg sóknarfæri í starfsemi hans,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu frá Kópavogsbæ

Bjarni Haukur Þórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins. „Salurinn í Kópavogi er ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og ég sé mörg sóknarfæri í starfsemi hans,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Bjarni Haukur er með B.F.A./B.V.A.-gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var framkvæmdastjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Bjarni var leikari við Þjóðleikhúsið og hefur framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp.