Vindhögg er auðskilið orð: högg út í loftið, högg sem hittir ekki. Í samtímaorðabókum eru tvö samheiti: skeifhögg og klámhögg. (Um klámhögg er þess að geta að til forna þýddi það högg á lendar eða þjó; skammarlegt högg.) Öll eru nú algengust í…
Vindhögg er auðskilið orð: högg út í loftið, högg sem hittir ekki. Í samtímaorðabókum eru tvö samheiti: skeifhögg og klámhögg. (Um klámhögg er þess að geta að til forna þýddi það högg á lendar eða þjó; skammarlegt högg.) Öll eru nú algengust í yfirfærðri merkingu, t.d. pólitískt klámhögg um atlögu sem geigar.