Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp á Evrópumeistaramótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í Zagreb í Króatíu. Sigurvegari mótsins, tékkneski stórmeistarinn David Navara (2.661), hafði svart gegn armenskum kollega sínum, Haik M

Staðan kom upp á Evrópumeistaramótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í Zagreb í Króatíu. Sigurvegari mótsins, tékkneski stórmeistarinn David Navara (2.661), hafði svart gegn armenskum kollega sínum, Haik M. Martirosyan (2.770). 36. … Rf3+? svartur gat unnið með fallegri fléttu: 36. … Rf1+! 37. Kg1 Rh2+! 38. Kxh2 Df4+ og hvítur er óverjandi mát í tveimur leikjum. 37. gxf3 Df4+ 38. Kg2 Dg5+ 39. Kh2?? staðan hefði verið jöfn eftir 39. Dxg5. 39. … Dxd8 40. Hxd8 Hc6! 41. Hd2 c3 og svartur vann skákina um síðir. Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 30. desember á Selfossi á Bankanum Vinnustofu. Chess After Dark sér um mótið en það er í boði Kaffi Krúsar. Keppnin hefst kl. 14.00 og verða tefldar níu umferðir með tímamörkunum 10+3. Aðalstyrktaraðili mótsins er Tómas Þóroddsson, sjá nánar um mótið á skak.is.