Evrópumeistarar Barcelona hafa áhuga á að fá fyrirliða Bayern München og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Glódísi Perlu Viggósdóttur, í sínar raðir, samkvæmt frétt spænska netmiðilsins Sport í gær
Evrópumeistarar Barcelona hafa áhuga á að fá fyrirliða Bayern München og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Glódísi Perlu Viggósdóttur, í sínar raðir, samkvæmt frétt spænska netmiðilsins Sport í gær. Þar kemur fram að félagið horfi til Glódísar í kjölfar þess að varnarmaðurinn Mapi León, lykilmaður Barcelona og spænska landsliðsins, varð fyrir alvarlegum meiðslum á dögunum. Glódís er samningsbundin Bayern til ársins 2026.