Lundúnaslagur Liðsmenn West Ham fagna marki frá Grikkjanum Konstantinos Mavropanos í Lundúnaslag gegn Arsenal í gærkvöldi.
Lundúnaslagur Liðsmenn West Ham fagna marki frá Grikkjanum Konstantinos Mavropanos í Lundúnaslag gegn Arsenal í gærkvöldi. — AFP/Ian Kington
Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi er liðið mætti West Ham á heimavelli. Arsenal-liðið skapaði sér fjölmörg færi og átti margar tilraunir en fátt gekk upp

Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi er liðið mætti West Ham á heimavelli. Arsenal-liðið skapaði sér fjölmörg færi og átti margar tilraunir en fátt gekk upp. Fór West Ham því með 2:0-útisigur af hólmi.

Tomás Soucek gerði fyrra markið á 13. mínútu, en flestir á bandi Arsenal voru sannfærðir um að markið hefði ekki átt að standa þar sem boltinn var að minnsta kosti mjög nálægt því að fara aftur fyrir endamörk í aðdragandanum. Markið stóð hins vegar og fyrrverandi Arsenal-maðurinn Konstantinos Mavropanos gerði annað markið á 55. mínútu.

Þá vann Brighton 4:2-heimasigur á Tottenham í stórskemmtilegum leik. João Pedro gerði tvö mörk fyrir Brighton, bæði úr víti. Hinn átján ára gamli Jack Hinshelwood komst einnig á blað, eins og Pervis Estupinán. Elejo Veliz og Ben Davies gerðu mörk Tottenham.