Sáttafundur Fundað var síðast í kjaradeilunni um miðjan desember.
Sáttafundur Fundað var síðast í kjaradeilunni um miðjan desember. — Morgunblaðið/Kristinn
Staðan í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hefur ekkert breyst frá því fyrir jól. Seinasti sáttafundur í deilunni var haldinn 15. desember og hefur verið boðað til næsta sáttafundar 3

Staðan í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hefur ekkert breyst frá því fyrir jól. Seinasti sáttafundur í deilunni var haldinn 15. desember og hefur verið boðað til næsta sáttafundar 3. janúar samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá embætti ríkissáttasemjara í gær.

Þegar eldgosið hófst á Reykjanesi 18. desember aflýstu flugumferðarstjórar verkfalli sem átti að hefjast aðfaranótt 20. desember. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að hefja undirbúning að frekari verkfallsboðunum hjá félaginu en að sögn Arnars Hjálmssonar formanns félagsins fara alls konar umræður alltaf fram innan félagsins en ekkert hefur verið ákveðið.

„Það er ekkert að frétta síðan fyrir jól,“ segir Arnar. „Við höfum ekki átt nein samtöl heldur á milli funda.“ omfr@mbl.is