Afríkumótið André Onana leikur ekki með United í byrjun næsta árs.
Afríkumótið André Onana leikur ekki með United í byrjun næsta árs. — AFP/Peter Powell
André Onana, markvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið valinn í landslið Kamerún fyrir Afríkumótið sem hefst 13. janúar. Onana gaf ekki kost á sér í landsliðið eftir HM í Katar á síðasta ári vegna rifrildis við þjálfara…

André Onana, markvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið valinn í landslið Kamerún fyrir Afríkumótið sem hefst 13. janúar. Onana gaf ekki kost á sér í landsliðið eftir HM í Katar á síðasta ári vegna rifrildis við þjálfara landsliðsins, Rigobert Song, en í ágúst ákvað Onana að gefa kost á sér á ný. Varamarkvörður Manchester United, Altay Bayindir, á enn eftir að spila fyrir félagið en hann mun væntanlega fá sínar fyrstu mínútur í treyju United á nýju ári.