Staðan kom upp á Evrópumeistaramótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í Zagreb í Króatíu. Sigurvegari mótsins, tékkneski stórmeistarinn David Navara (2.661), hafði svart gegn landa sínum og kollega, Vojtech Plat (2.554). 64. … Rd5! 65. Hf3+ Ke4 66. Ke2 Hg2+ 67. Hf2 Rf4+! og hvítur gafst upp enda hrókurinn að falla í valinn. David Navara varð einnig Evrópumeistari í hraðskák árið 2022. Í dag fer seinni dagurinn fram í heimsmeistaramótinu í hraðskák en taflið hefst kl. 09.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á mörgum skákþjónum. Magnus Carlsen er á meðal keppenda á mótinu og hefur hann titil að verja. Í dag kl. 14.00 hefst Íslandsmótið í atskák en það fer fram á Selfossi á Bankanum Vinnustofu en Chess After Dark hefur umsjón með mótshaldinu, sjá nánar á skak.is.