— AFP/Pascal Pochard-Casabianca
Þessi mynd var tekin þegar rosabaugur myndaðist utan um tunglið í gær yfir eyjunni Korsíku. Rosabaugar myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu hátt á himni þegar loftið er kalt. Baugurinn myndast við ljósbrot í ískristöllum, sem breytir…

Þessi mynd var tekin þegar rosabaugur myndaðist utan um tunglið í gær yfir eyjunni Korsíku. Rosabaugar myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu hátt á himni þegar loftið er kalt. Baugurinn myndast við ljósbrot í ískristöllum, sem breytir þá um stefnu og oftast í 22 gráður og þá myndast hringur í kringum tunglið í þeirri fjarlægð. Baugarnir eru oftast einlitir en geta þó orið rauðleitir að innanverðu og bláir að utanverðu.

Rosabaugar sjást oftar í kringum sólina en tunglið og má ekki rugla þeim saman við litbauga sem eru algengari í kringum tunglið en eru tilkomuminni.

Mestar líkur eru á að rosabaugur sjáist í kringum fullt tungl því þá er tunglið bjartara, en fullt tungl var á annan í jólum.