— The New York Times/Saul Martinez
Júlí Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi skrifaði undir samning við Inter Miami í júlí og borgarbúar tóku fótboltagoðsögninni opnum örmum. Litríkar veggmyndir, útskorin pappalíkön og annað skraut spratt upp um alla borg og veitingastaðir…

Júlí Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi skrifaði undir samning við Inter Miami í júlí og borgarbúar tóku fótboltagoðsögninni opnum örmum. Litríkar veggmyndir, útskorin pappalíkön og annað skraut spratt upp um alla borg og veitingastaðir kepptust um að bæta sinni útgáfu af milanesa, kjötrétti með brauðmylsnu, sem sagður er vera í uppáhaldi hjá honum, á matseðilinn. Myndin af Messi fyrir utan veitingastaðinn Fiorito hefur hins vegar verið þar síðan 2018. Messi hefur leikið með félagsliðum Barselónu og Parísar og leiddi í fyrra landslið Argentínu að sínum fyrsta heimsmeistaratitli í 36 ár og kom heimsbyggðinni á óvart að hann skyldi semja við neðsta liðið í bandarísku deildinni, Inter Miami, en borgin ljómaði af gleði og stolti. Hvergi í Bandaríkjunum býr fleira fólk af argentínskum uppruna en í Suður-Flórída og Messi er sennilega þekktasti og eftirsóttasti maður svæðisins um þessar mundir.