— Dave Sanders fyrir The New York Times
Júní Appelsínugulur bjarmi var á himninum yfir New York-borg þegar reyk frá stjórnlausum skógareldum í Kanada lagði yfir norðausturhluta Bandaríkjanna snemma í júní og náði allt suður til Alabama. Sumir borgarbúar gripu aftur til andlitsgrímunnar…

Júní Appelsínugulur bjarmi var á himninum yfir New York-borg þegar reyk frá stjórnlausum skógareldum í Kanada lagði yfir norðausturhluta Bandaríkjanna snemma í júní og náði allt suður til Alabama. Sumir borgarbúar gripu aftur til andlitsgrímunnar meðan þeir fóru um, eins og sjá má á vegfarendum á Brooklyn-brúnni, en þeir sem þjást af asma eða öðrum öndunarfærasjúkdómum héldu sig innandyra. Um tíma mældust gæði lofts í borginni þau minnstu í nokkurri borg í heiminum. Reykurkinn varð til þess að flugi var frestað, sýningum á tveimur viðamiklum uppfærslum á Broadway var frestað og sömuleiðis tveimur hafnaboltaleikjum í efstu deild. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að senda rúmlega 600 slökkviliðsmenn til að aðstoða Kanadamenn við að ráða niðurlögum þrálátra eldanna.