Júlí Hörð og langvinn mótmæli brutust út vegna áforma Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, um breytingar á dómskerfinu. Áformin ollu álagi á samskipti Ísraels við Bandaríkin og sýndu hvað hin menningarlega og heimspekilega gjá á milli stuðningsmanna hans, sem vilja meiri áherslu á þjóðerni og trú, og gagnrýnenda hans, sem vilja meiri aðskilnað milli trúarbragða og ríkis og opnara samfélag, er stór. Áætlun Netanjahús og stjórnar hans, sem er langt til hægri, snýst um að takmarka völd Hæstaréttar Ísraels með því að breyta samsetningu níu manna nefndarinnar, sem velur dómara, og afnema ákvæði um að dómarar geti haft „skynsemi“ sem mælikvarða við að snúa við ákvörðunum stjórnvalda. Gagnrýnendur Netanjahús sögðu að breytingarnar myndu gera honum kleift að binda með auðveldari hætti enda á réttarhöld yfir honum vegna spillingar næði hann að knýja þær fram. Forsætisráðherrann neitar að það vaki fyrir honum.