— The New York Times/Nanna Heitmann
Ágúst Jevgení Prígosjín, heilinn á bak við misheppnaða uppreisnartilraun í Rússlandi, var borinn til grafar í Porokovskoje-kirkjugarði í Pétursborg 29. ágúst, viku eftir að einkaþota málaliðaleiðtogans fórst með öllum tíu farþegum og áhöfn

Ágúst Jevgení Prígosjín, heilinn á bak við misheppnaða uppreisnartilraun í Rússlandi, var borinn til grafar í Porokovskoje-kirkjugarði í Pétursborg 29. ágúst, viku eftir að einkaþota málaliðaleiðtogans fórst með öllum tíu farþegum og áhöfn. Mynduðu lögreglumenn keðju utan um kirkjugarðinn við útförina. Prígosjín blés til skammvinnrar uppreisnar í júní og skipaði liðsmönnum sínum að marséra til Moskvu. Töldu margir þetta benda til að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri að missa tökin. Prígosjín bognaði þó fljótt og gerði samkomulag um uppgjöf fyrir milligöngu Aleksandrs Lúkasjenkós, leiðtoga Hvíta-Rússlands. Í aðdraganda uppreisnarinnar hafði Prígosjín færst mjög í aukana í gagnrýni sinni á forustu rússneska hersins, en gekk þó ekki svo langt að nefna Pútín með nafni. Samband hans og forsetans náði langt aftur og bar hann viðurnefnið „kokkur Pútíns“. Prígosjín hagnaðist á tengslunum við Pútín jafnt í starfi sem pyngju. Bráður og dularfullur dauðdagi hans hleypti af stað kapphlaupi bak við tjöldin um yfirráð yfir hinum ábatasömu Wagner-sveitum.