— Reuters
Júní Jevgení V. Prígosjín, foringi einkarekna málaliðahersins Wagner Group, leiddi óvænta uppreisn í Rússlandi 24. júní. Málaliðar Wagner tóku völdin í svæðisbundnum stjórnstöðvum hersins í Rostov við Don þar sem aðgerðum í Úkraínu er stjórnað, og…

Júní Jevgení V. Prígosjín, foringi einkarekna málaliðahersins Wagner Group, leiddi óvænta uppreisn í Rússlandi 24. júní. Málaliðar Wagner tóku völdin í svæðisbundnum stjórnstöðvum hersins í Rostov við Don þar sem aðgerðum í Úkraínu er stjórnað, og Prígosjín hélt því fram að liðsmenn sínir ættu aðeins eftir 200 kílómetra til Moskvu. Hin skammvinna uppreisn kom Rússum – og heiminum – í opna skjöldu og sumir fréttaskýrendur leiddu að því getum að Vladimír Pútín forseti Rússlands væri að missa tökin á völdunum í miðjum sínum fjárfreka stríðsrekstri í Úkraínu. Uppreisninni lauk jafn skyndilega og hún hófst þegar embætti Aleksandrs G. Lúkasjenkós forseta Hvíta-Rússlands tilkynnti að hann hefði gert samkomulag við Prígosjín, sem fyrirskipaði liðsmönnum sínum að snúa aftur í æfingabúðir sínar.