— The New York Times/Samar Abu Elouf
október Hryðjuverkaárás vígamanna Hamas í suðurhluta Ísraels 7. október kom Ísraelum í opna skjöldu. Hamas-liðar myrtu um 1.200 manns inni á heimilum sínum, á tónlistarhátíð og á strætóstoppistöðvum

október Hryðjuverkaárás vígamanna Hamas í suðurhluta Ísraels 7. október kom Ísraelum í opna skjöldu. Hamas-liðar myrtu um 1.200 manns inni á heimilum sínum, á tónlistarhátíð og á strætóstoppistöðvum. Hryðjuverkamennirnir námu einnig um 240 manns á brott, þar á meðal konur og börn. Ísraelsk stjórnvöld brugðust hart við, gerðu loftárásir og hófu umsátur um Gasa-svæðið. Stjórn Hamas á Gasa segir 20.000 manns hafa fallið þar. Óttast er að átök geti breiðst út um Mið-Austurlönd. Eftir hryðjuverkin 7. október hefur Ísraelsher átt í skærum við Hesbolla, herská samtök í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, nánast daglega. Rúmlega ein milljón Palestínumanna er á vergangi á Gasa-svæðinu, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Gasa-svæðið hefur verið í herkví af völdum bæði Ísraela og Egypta síðan Hamas tók völdin þar árið 2007. Íbúar hafa því ekki komist í burtu og takmörk hafa verið á vöruflutningum þangað. Á myndinni horfa palestínsk börn í skóla Sameinuðu þjóðanna í Gasa-borg til himins meðan á loftárásum stendur 7. október.