JANÚAR Benedikt páfi XVI., fyrsti páfinn til að láta af embætti á seinni tímum, var lagður til hinstu hvílu 5. janúar í Páfagarði. Þúsundir syrgjenda vottuðu honum virðingu sína í basilíku heilags Péturs þar sem jarðneskar leifar hans lágu í þrjá daga fyrir útförina. Frans páfi, sem er fyrsti páfinn til að leiða útför fyrrverandi páfa, sagði í minningarorðum sínum að Benedikt hefði verið „dyggur vinur“ Jesú. Joseph Ratzinger fæddist í Bæjaralandi í Þýskalandi. Hann var vandvirkur kennimaður og guðfræðingur. Hann birti mikið og varði hefðir kirkjunnar af krafti. Arfleifð hans verður mörkuð af því að hann sagði af sér embætti páfa, ekki síður en því að hann varð í raun í forustu þeirra íhaldsradda, sem lögðust gegn frjálslyndari tilhneigingum Frans páfa.