— The New York Times/Christopher Lee
Mars Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hélt kosningafund í Waco í Texas 25. mars. Fimm dögum síðar, 30. mars, var hann ákærður fyrir kviðdómi á Manhattan í New York fyrir sinn þátt í að borga Stormy Daniels, leikkonu í kynlífsmyndum, fyrir að greina ekki frá sambandi þeirra

Mars Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hélt kosningafund í Waco í Texas 25. mars. Fimm dögum síðar, 30. mars, var hann ákærður fyrir kviðdómi á Manhattan í New York fyrir sinn þátt í að borga Stormy Daniels, leikkonu í kynlífsmyndum, fyrir að greina ekki frá sambandi þeirra. 4. apríl lýsti Trump yfir sakleysi sínu gagnvart ákæru um glæpsamlegt athæfi í 34 liðum fyrir dómi á Manhattan. Trump var hlíft við því að tekin væri sakamannamynd af honum, en kosningastarfsmenn hans létu gera bol með tilbúinni slíkri mynd og sögðu að safnast hefðu margar milljónir dollara. Ráðgert er að réttarhöldin vegna ákærunnar 4. apríl fari fram í mars.