— Agence France-Presse gegnum Getty Images/Paul Barrena
Ágúst Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði vart hafið fagnaðarlætin yfir fyrsta heimsmeistaratitli liðsins eftir sigur á Englendingum í Sydney í Ástralíu 20. ágúst þegar óumbeðinn koss hrifsaði athyglina

Ágúst Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði vart hafið fagnaðarlætin yfir fyrsta heimsmeistaratitli liðsins eftir sigur á Englendingum í Sydney í Ástralíu 20. ágúst þegar óumbeðinn koss hrifsaði athyglina. Luis Rubiales, forseti Spænska knattspyrnusambandsins, kyssti spænska framherjann Jennifer Hermoso á munninn í verðlaunaafhendingunni. Stuðningsmönnum liðsins ofbauð framkoman og kröfðust afsagnar hans. Var sagt að kossinn óumbeðni endurspeglaði viðvarandi kynferðislegan yfirgang, sem spænskir knattspyrnumenn þyrftu að búa við. Rubiales neitaði að fara frá og fullyrti að kossinn hefði verið með samþykki Hermoso. Í október setti Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, Rubiales í þriggja ára bann frá allri athafnasemi, sem tengist knattspyrnu. Málið vakti athygli um allan heim og á vegg í Barselóna málaði ítalski götumálarinn Salvatore Benintende mynd af kossinum undir yfirskriftinni „Virðing!“