Ágúst Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson
Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega Sparkassen Cup-mótinu sem lauk í Merzig í Þýskalandi í gærkvöldi. Íslenska liðið mátti þola 26:34-tap fyrir Þýskalandi í úrslitum

Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega Sparkassen Cup-mótinu sem lauk í Merzig í Þýskalandi í gærkvöldi. Íslenska liðið mátti þola 26:34-tap fyrir Þýskalandi í úrslitum. Ísland hafnaði einnig í öðru sæti á mótinu á síðasta ári.

Ágúst Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu í úrslitaleiknum með ellefu mörk. Stefán Magni Hjartarson gerði sex og Jens Bragi Bergþórsson þrjú. Óskar Þórarinsson varði níu skot í markinu.

Undanúrslitin fóru einnig fram í gær og tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitum með sigri á Slóveníu í æsispennandi leik.

Urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 25:25 og réðust úrslitin því í vítakeppni þar sem íslenska liðið vann að lokum eftir gríðarlega spennu.

Þá var Ágúst einnig markahæstur með önnur ellefu mörk og þeir Dagur Árni Heimisson og áðurnefndur Stefán Magni Hjartarson gerðu fimm hvor.