— Agence France-Presse gegnum Getty Images/Sameer Al-Doumy
Febrúar Gríðarlegur jarðskjálfti varð í Tyrklandi fyrir dögun 6. febrúar. Hann mældist 7,8 á Richter og kom annar 7,5 stiga skjálfti um miðjan dag. Heilu borgirnar jöfnuðust við jörðu og mikil eyðilegging varð á stórum svæðum í Suður- og Mið-Tyrklandi og norðurhluta Sýrlands

Febrúar Gríðarlegur jarðskjálfti varð í Tyrklandi fyrir dögun 6. febrúar. Hann mældist 7,8 á Richter og kom annar 7,5 stiga skjálfti um miðjan dag. Heilu borgirnar jöfnuðust við jörðu og mikil eyðilegging varð á stórum svæðum í Suður- og Mið-Tyrklandi og norðurhluta Sýrlands. Rúmlega 50 þúsund manns létu lífið og þúsundir misstu heimili sín. Upptök skjálftans voru í Gazantiep, þar sem tvö þúsund ára gamall kastali, sem staðið hafði af sér innrásarheri öldum saman, er nú rústir einar. Björgunaraðgerðir fóru hægt af stað vegna þess hvað svæðið er stórt, nær yfir rúma 300 kílómetra, auk þess sem vegir eyðilögðust og slæmt vetrarveður gerði mönnum erfitt að komast leiðar sinnar. Í Sýrlandi bætti borgarastríðið, sem þar geisar, ekki úr skák og spennan milli Bashars al-Assads, forseta landsins, og annarra ríkja.