„Ég er af þeirri kynslóð þegar mikið var talað um tjokkó, skinkur og hnakka. Ég hef verið að kalla vini mína tjokko síðan í grunnskóla. Svo kom þetta í stúdíóinu, mig langaði að koma orðinu inn í lag. Ég held þetta hafi fyrst verið tjokko pretty boi en svo kom þetta bara af sjálfu sér,“ segir Patrik Atlason um nafnavalið. Árið hefur gengið vel hjá Patrik en hann er duglegur og vill alltaf vera að. „Þeir sem eru að koma sér á framfæri halda að tækifærin komi en það þarf oft að troða sér fram. Ég veit ekki hvort ég geti kallað þetta sjúkdóm en ég er alltaf að hugsa um hvað ég geti gert meira, er ég að gera nóg? Þetta er fjölskyldutengt held ég.“ Patrik vill að allir kunni lögin hans og semur grípandi texta. „Mér finnst svo leiðinlegt ef enginn getur sungið með.“ Lestu meira á K100.is.