— Morgunblaðið/Eyþór
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Maí Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og föruneyti hans lentu í kröppum dansi þegar þau skutust milli húsa meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stóð í maí enda blés duglega þann dag sem átti að vonum illa við regnhlífarnar.

Maí Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og föruneyti hans lentu í kröppum dansi þegar þau skutust milli húsa meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stóð í maí enda blés duglega þann dag sem átti að vonum illa við regnhlífarnar.

Júlí Það hitnar gjarnan í kolunum þegar nær er komið eldgosi. Rómantískt ungt par greip að sjálfsögðu tækifærið til að kyssast með eldgosið í Litla-Hrúti í bakgrunni.

Ágúst Einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að hann lifir skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta eru niðurstöður erfðafræðirannsóknar á meðferðartækum erfðabreytileikum (actionable genotypes) í íslensku þjóðinni og tengslum þeirra við ævilengd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans kynntu rannsóknina.

Desember Allra augu hafa verið á Grindavík síðustu vikur ársins enda þurftu íbúar að rýma bæinn vegna jarðhræringa og yfirvofandi eldgoshættu. Það var tilfinningaþrungin stund þegar íbúarnir fengu fyrst að snúa aftur til að sækja helstu nauðsynjar og persónulega muni á heimilum sínum undir eftirliti björgunarsveitarfólks.

Febrúar Mikið hefur mætt á Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra á árinu enda verðbólga í hæstu hæðum með tilheyrandi búsifjum fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Tíðar stýrivaxtahækkanir voru umdeildar en hvort seðlabankastjóri var búinn að fá nóg af þeirri umræðu á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í febrúar skal ósagt látið.

júlí Það gekk á ýmsu í mannlífinu á árinu sem er að líða. Þessi rostungur sem gekk á land á Álftanesi um hásumar lét sér þó fátt um finnast og svaf bara á sitt græna þegar ljósmyndari blaðsins sótti að honum.