50 ára Hafsteinn er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann á og rekur kranabíl og starfsstöðin er vörubílastöðin Þróttur. Hafsteinn var í stjórn Verkalýðsfélags Akraness áður en hann hóf eigin rekstur

50 ára Hafsteinn er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann á og rekur kranabíl og starfsstöðin er vörubílastöðin Þróttur. Hafsteinn var í stjórn Verkalýðsfélags Akraness áður en hann hóf eigin rekstur. Áhugamálin eru skotveiði, stangveiði, fjórhjól og almenn útivist.


Fjölskylda Eiginkona Hafsteins er Gréta Jóhannesdóttir, f. 1975, sjúkraliði og starfar á Sjúkrahúsi Akraness. Börn þeirra eru Jóhannes Valur, f. 1999, og Hafrún Tinna, f. 2005. Börn Hafsteins eru Helga ­María, f. 1991, og Guðmundur Þórir, f. 1993. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar Hafsteins: Þórir Stefánsson, f. 1945, d. 2002, sjómaður, og Elín Árnadóttir, f. 1942, vann lengst af við fiskvinnslu, búsett á Selfossi.