Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) leyfði í fyrsta sinn í júlí getnaðarvarnarpillu sem ekki er lyfseðilsskyld. Búist er við að lyfið Opill verði fáanlegt í apótekum og verslunum um öll Bandaríkin snemma á næsta ári

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) leyfði í fyrsta sinn í júlí getnaðarvarnarpillu sem ekki er lyfseðilsskyld. Búist er við að lyfið Opill verði fáanlegt í apótekum og verslunum um öll Bandaríkin snemma á næsta ári. Nokkrum vikum síðar leyfði FDA fyrsta lyfið gegn fæðingarþunglyndi. Í klínískum tilraunum kom fram að lyfið Zurzuvae byrjar jafnvel að hafa áhrif eftir þrjá daga, en taka þarf önnur þunglyndislyf í að minnsta kosti tvær vikur til að þau fari að virka.