— The New York Times/Daniel Berehulak
Febrúar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í óvænta og afar táknræna heimsókn til Kænugarðs í Úkraínu 20. febrúar. Biden hitti Volodimír Selenskí forseta Úkraínu til að sýna „óbilandi stuðning“ við tilraunir Úkraínumanna til að hrinda allsherjarinnrás Rússa, sem hófst snemma á árinu 2022

Febrúar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í óvænta og afar táknræna heimsókn til Kænugarðs í Úkraínu 20. febrúar. Biden hitti Volodimír Selenskí forseta Úkraínu til að sýna „óbilandi stuðning“ við tilraunir Úkraínumanna til að hrinda allsherjarinnrás Rússa, sem hófst snemma á árinu 2022. Ferðin var farin á laun og þurfti Biden að fljúga frá Bandaríkjunum til Póllands og fara með tíu klukkustunda næturlest til Úkraínu. Meðan á heimsókninni stóð hét hann 500 milljónum dollara (69 milljörðum króna) í hernaðaraðstoð. Leiðtogarnir fóru í dómkirkju heilags Mikjáls og að minningarvegg til heiðurs 4.500 hermönnum, sem hafa látið lífið frá því að Rússland innlimaði Krímskaga árið 2014.