— The New York Times/Ko Sasaki
Vísindamenn í Japan fundu merki um örplastagnir í skýjum yfir Japan, samkvæmt grein sem birtist í ágúst í vísindatímaritinu Environmental Chemistry Letters. Vísindamenn við Waseda-háskóla fundu örplastagnir á sveimi í skýjunum yfir Fuji-fjalli og telja að þær hafi einkum borist á loft á hafi úti.