— Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Október Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði af sér embætti í október í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni sagði sér brugðið við að lesa niðurstöðu umboðsmanns og miður sín að hafa…

Október Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði af sér embætti í október í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni sagði sér brugðið við að lesa niðurstöðu umboðsmanns og miður sín að hafa séð þá niðurstöðu að sig hefði brostið hæfi í söluferlinu. Hann sagðist þó vera með algjörlega hreina samvisku í málinu. Nokkrum dögum síðar tók Bjarni við embætti utanríkisráðherra.

Október Óhætt er að segja að konum og kvárum hafi tekist að vekja athygli á baráttu sinni með kvennaverkfallinu í október. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur á kröfufund vegna verkfallsins. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í miðbænum, sagði að erfitt væri að meta fjölda fólksins en það kæmi honum ekki á óvart ef allt að 100.000 manns hefðu komið við í miðbænum. „Þetta er ekki minni fjöldi en á menningarnótt, en mun þéttara,“ sagði hann við mbl.is.

Mars Mikil fagnarðarlæti brutust út í herbúðum hinnar ungu söngkonu Diljár þegar gert var heyrinkunnugt að hún hefði farið með sigur af hólmi í Söngvakeppninni hér heima og yrði þar með fulltrúi Íslands í Júróvisjón sem fram fór í sjálfri Bítlaborginni, Liverpool. Diljá þótti standa sig með ágætum ytra en það dugði þó ekki til að koma henni í úrslit með lagið Power eftir Pálma Ragnar Ásgeirsson.

September Lögregla og slökkvilið voru með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn vegna tveggja aðgerðasinna í september sem höfðu komið sér fyrir í möstrum tveggja hvalveiðiskipa. Tilgangurinn var að mótmæla hvalveiðum Hvals hf. Mótmælandinn sem hér sést, Anahita Babaei, náðist á endanum niður en var þá orðin allnokkuð þrekuð.

Mars Tvö stór snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í mars, annað innan við íbúabyggð og hitt féll á íbúðarhús við Starmýri og olli talsverðum skemmdum.

júní Cristiano Ronaldo reið baggamuninn þegar Ísland og Portúgal öttu kappi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í júní. Sigurmarkið kom seint og eftir inngrip varsjárinnar en um var að ræða 200. landsleik Ronaldos, eins besta knattspyrnumanns sem sögur fara af.