— Sergey Ponomarev fyrir The New York Times
Maí Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var endurkjörinn í kosningum 28. maí og er þetta hans þriðja kjörtímabil. Erdogan mætti óvenju öflugri andspyrnu að þessu sinni, en hafði þó betur. Stuðningsmenn Erdogans, sem söfnuðust margir saman til að…

Maí Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var endurkjörinn í kosningum 28. maí og er þetta hans þriðja kjörtímabil. Erdogan mætti óvenju öflugri andspyrnu að þessu sinni, en hafði þó betur. Stuðningsmenn Erdogans, sem söfnuðust margir saman til að fagna fyrir utan höfuðstöðvar flokks hans í Istanbúl á kjördag, veittu honum brautargengi þrátt fyrir háa verðbólgu og ásakanir um hægagang stjórnvalda þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir með þeim afleiðingum að 50 þúsund manns létu lífið í Tyrklandi og Sýrlandi. Vestrænum leiðtogum er um og ó vegna málflutnings hans gegn Vesturlöndum, en Tyrkir gegna engu að síður veigamiklu hlutverki í Atlantshafsbandalaginu, enda eru þeir með næststærsta her bandalagsríkja þess.