Toppliðið Liverpool freistar þess að halda toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um áramótin en liðið mætir Newcastle á heimavelli.
Toppliðið Liverpool freistar þess að halda toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um áramótin en liðið mætir Newcastle á heimavelli. — AFP/Paul Ellis
Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram á síðustu dögum ársins, en toppbaráttan hefur sjaldan verið eins spennandi. Aðeins sex stigum munar á toppliði Liverpool og Tottenham í sjötta sæti og toppliðin skiptast á að misstíga sig

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram á síðustu dögum ársins, en toppbaráttan hefur sjaldan verið eins spennandi. Aðeins sex stigum munar á toppliði Liverpool og Tottenham í sjötta sæti og toppliðin skiptast á að misstíga sig.

Aston Villa fær tækifæri til að jafna Liverpool á toppnum í dag er liðið leikur við Burnley. Englandsmeistarar Manchester City gætu náð öðru sæti með sigri á botnliði Sheffield United. Þá mætast Nottingham Forest og Manchester United í Nottingham, þar sem United-liðið getur unnið sinn annan leik í röð.

Tottenham og Arsenal töpuðu bæði á fimmtudag, en þau verða bæði í eldlínunni á gamlársdag. Arsenal leikur við Fulham á útivelli og Tottenham gegn Bournemouth á heimavelli.

Stuðningsmsenn Liverpool verða að bíða fram á nýársdag til að sjá lið sitt taka á móti Newcastle á Anfield.