— Reuters/Quetzalli Nicte-Ha
September Hæstiréttur Mexíkó úrskurðaði í september að það stæðist ekki stjórnarskrá hjá ríkisstjórninni að skilgreina fóstureyðingar sem glæp. Úrskurðurinn þýðir að fóstureyðingar eru nú löglegar víða í landinu

September Hæstiréttur Mexíkó úrskurðaði í september að það stæðist ekki stjórnarskrá hjá ríkisstjórninni að skilgreina fóstureyðingar sem glæp. Úrskurðurinn þýðir að fóstureyðingar eru nú löglegar víða í landinu. Rétturinn hafði áður komist að sömu niðurstöðu um að ekki mætti banna fóstureyðingar árið 2021, en sá dómur átti aðeins við um ríkið Coahuila, sem á landamæri að Texas þar sem aðgangur að fóstureyðingum hefur verið takmarkaður eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri niðurstöðunni í máli Roe gegn Wade árið 2022. Fóstureyðingar eru þó enn ólöglegar í 20 af 32 ríkjum Mexíkó þar sem dómurinn nær ekki til laga, sem sett hafa verið í einstökum ríkjum. Mexíkó, sem er rammkaþólskt land, er þó komið á ört stækkandi lista þeirra landa í Rómönsku Ameríku, sem hafa verið að auka aðgengi að fóstureyðingum. Á græna klútnum er vinsælt merki baráttunnar fyrir réttinum til fóstureyðinga í Rómönsku Ameríku.